Innihald Ljós við Látraröst. Frásöguþættir Ásgeirs Erlendssonar á Hvallátrum. Einar Guðmundsson skráði. Frásöguþættir Ásgeirs Erlendssonar, vitavarðar og bónda á Hvallátrum, sem segir frá ýmsum þáttum og atvikum úr lífi sínu og margra annarra á vestasta tanga Evrópu. Ásgeir, sem lést árið 1995, var þekktur sagnamaður, enda margir sem heimsóttu hann og nutu samvista við þennan látlausa, lífsglaða mann sem öllum vildi gott gjöra. Einar Guðmundsson, bóndi á Seftjörn á Barðaströnd, tók bókina saman, ásamt konu sinni Bríeti Böðvarsdóttur, sem sá um fjölbreytt myndefni.
|