Innihald Vísur Þuru í Garði.
Þura var dóttir Árna Jónssonar bónda í Garði og Guðbjargar Stefánsdóttur konu hans. – Þura var ógift og barnlaus, átti alla tíð heimili í Garði en vann víða, meðal annars í Lystigarðinum á Akureyri. Hún fékkst við ættfræði og gaf út Skútustaðaættina (niðjatal Helga Ásmundssonar á Skútustöðum) 1951. Vísur Þuru urðu landfleygar og margir sendu henni skeyti í bundnu máli. Hún var gamansöm og kunni afar vel að gera grín að sjálfri sér.
Ó, hvað hér er dauft og dautt,
drauga griðastaður!
Vestur-rúmið alltaf autt,
enginn vetrarmaður.
|