Bókin
My Account  |  Cart Contents  |  Checkout   
  Ítarleit
  Top » Catalog » Bogi Th. Melsteð »

Categories
Afmælisrit.
Hobbies.
Autographed books. Ex Libris
Childrenbooks.
Books on Books.
Farmers.
One Book Authors.
Rare Books.
Travel Books.
Social sciences and humanities.
Gunnar Gunnarsson.
Goðafræði Grikkja og Rómverja.
Finance - Business.
Halldór Kiljan Laxness.
Health and lifestyle.
Héraðssaga.
Íslandssaga.
Íslendingasögur.
Íslenzk og norræn fræði.
Sports. Chess.
Jóhannes Sveinsson Kjarval.
Jólabækur Ísafoldar.
Kenslubækur - Skólamál.
Plays.
Listir og ljósmyndun.
Ljóð og rímur.
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins.
Law and order.
Food and Drinks.
Málfræði. Málvísindi - Orðabækur
Náttúrufræði - Landafræði.
Riddarasögur.
Ritgerðir, ræður og bréf.
Ótrúlega litlar bækur.
Sagnfræði. Saga lands og heims.
Skáldverk eftir íslenzka höfunda
Skáldverk, þýdd.
Sérprent úr Bókum, Blöðum og Tím
Skuggi.
Stjórnmál og stjórnsýsla.
Magazines. News Papers.
Tónlist - Hljómplötur - Nótur.
Trúmál og andleg málefni.
Teiknimyndasögur.
Vesturheims prent.
Vísindi og tækni.
Þjóðhættir-Þjóðlegur fróðleikur.
Þjóðsögur og ævintýri.
Þórbergur Þórðarson
Ættfræði - Stéttatal.
Ævisögur og endurminningar.
Books in English.
Bækur á ýmsum tungumálum.
Ýmislegt skrítið og skemmtilegt
Gjafabréf Bókarinnar.
What's New? more
Vejledning til det islandske eller gamle nordiske sprog # 79883
Vejledning til det islandske eller gamle nordiske sprog # 79883
29.500 kr.
Information
Shipping & Returns
Privacy Notice
Conditions of Use
Contact Us

Stefanía Melsteð. Æfiminning og brjef # 63561   [Forlagsband]
Bogi Th. Melsteð

Stefanía Melsteð. Æfiminning og brjef # 63561
Our Price: 9.500 kr.
  
When dispatched: 1-3 dagar, að jafnaði.
Language: Íslenska
Condition: Gott eintak í fallegu forlagsbandi.
Product no.: #63561
   



Contents:
Stefanía Melsteð. Æfiminning og brjef með sjö ljósprentuðum myndum. Bogi Th. Melsteð setti saman og gaf út.
Í Lögréttu 22.janúar 1927 er fjallað um bók Boga Th. Melsteð um systur sína Stefaníu. Þar segir; "Um bók þessa höfur verið næsta hljótt. Hún kom hingað í bókaverslun rjett fyrir jólin. Hr. Bogi Th. Melsteð hefur samið hana og gefið út til minningar um systur sína. Stefanía Melsteð er fædd í Klausturhólum 8. ágúst 1864. Foreldrar hennar voru sjera Jón Pálsson Melsteð prófastur og frú Steinunn Bjarnadóttir Melsteð. Stefania ólst upp á Þingvöllum hjá sjera Símoni Bech og frú Önnu föðursystur sinni. Var það orðlagt fyrirmyndarheimili. Haust ið 1874 gekk Stefanía í Barnaskóla Reykjavíkur og var í honum tvo vetur. Dvaldi hún þá hjá frú Þórdísi Thorsteinsen, sem einnig var föðursystir hennar. Dvaldi hún hjá henni oft á vetrum síðan. Þegar Stefanía var á 14. ári veiktist hún af sjúkdómi þeim, er dró hana loks til dauða.
Vorið 1879 fluttist Stefanía að Kárastöðum með frú Önnu fóstru sinni sem þá var orðin ekkja. En haustið 1886 fór hún til móður sinnar að Klausturhólum og ljetst þar á uppstigningard. 1889.
Bókin styðst mikið við sendibrjef, bæði frá Stefaníu og til hennar. Auk þess flytur hún vitnisburð ýmsra þeirra er þektu hana, þar á meðal þeirra Ólafíu Jóhannsdóttur og frú Þórunnar Richardsdóttur í Höfn, sem báðar voru miklar vinstúlkur hennar. Í bókinni eru einnig fögur eftirmæli eftir Dr. Valdimar Briem. Lýsir skáldið Stefaníu á þessa leið:

„Þú sjúka barn, þú hetja hraust,
þú hreina ljós á döprum kveik,
þú fölva lilja, fagra rós,
þú fallni reyr, þú sterka eik".

Æfi Stefaniu varð hvorki löng nje viðburðarík. Hún andaðist á 25. ári og var sjúkdómi þjáð í 11 ár. En þrátt fyrir það skildi hún eftir fagran gróður í sporum sínum. Hún var á alla grein fyrirmyndarstúlka, því hjá henni fóru saman gáfur og göfuglyndi. Hún hafði einstakt lag á því að láta lítið bera á raunum sínum.
Hlotnaðist henni það sem hún þráði mest: að verða fremur til gleði en sorgar ástvinum sínum og öllum þeim, er hún var samtíða, — þrátt fyrir miklar þjáningar og dapurleika veikindanna.
Þetta er einróma vitnisburður allra manna, sem nokkuð þektu til Stefaníu. Hún var í þeim gæfumannaskara, er hlúir að öllu þvi, sem best er og háleitast í hverju hjarta.
Í þessu er fólgið gildi bókarinnar. Hún mun verða góður gestur ættmanna Stefaniu sál. En hún á ennfremur erindi til allra þeirra, sem bækur vilja lesa, og hafi Bogi Melsteð þökk fyrir sitt verk.

Gamall Þingvellingur.



Product details:
Kaupmannahöfn. Prentað hjá S.L. Möller 1926.

Reviews

Notifications more
Notify me of updates to Stefanía Melsteð. Æfiminning og brjef # 63561
Tell A Friend
 
Tell someone you know about this product.
Reviews more
Write a review on this product!
Languages
Icelandic English
 

Copyright © 2003 osCommerce
Powered by osCommerce

osCommerce