Innihald Bókaskrá Gunnars Hall.
Catalogue of the library of Gunnar Hall. Gott eintak í góðu skinnbandi. Góð og gagnleg bók.
Í Verkamanninum, 39.árg. 37.tbl. 1956 er fjallað um Bókaskrá Gunnars Hall. En hún var þá nýlega útkomin á prent. Þar segir:
"Gunnar Hall hefur um tuttugu
ára skeið verið mjög stórvirkur
um söfnun bóka og blaða og mun
vafalítið, að safn hans sé nú
stærsta safn íslenzkra rita, sem
til er í eins manns eigu.
Gunnar hefur nú samið skrá
um safn sitt og gefið út á prenti.
Er það stór bók, 520 bls. í stóru
broti. Er hún prentuð hér á Akureyri
í Prentsmiðju Björns
Jónssonar.
Bókaskránni er skipt í 7 kafla,
sem nefnast: 1. Aðalskrá, 2. blöð
og tímarit, og fylgir þar skrá um
sögusöfn blaða, 3. leikrit, 4. riddara-
og fornaldarsögur, 5. rímur,
6. þjóðsögur og ævintýri."
|