Innihald Hellismenn. Sjónleikur í fimm þáttum eftir Indriða Einarsson.
Hér segir af Valnastakk og mönnum hans.
Guðrún (Fellur í faðm honum.) Jeg verð þá að deyja með þjer, því að það er verra en dauði, að þurfa að lifa skilin svo frá þjer. Hinn sami skal þá svipta okkur lífi og sama vopnið nísta hjörtu okkar. Jeg hræðist ekkert, allra sízt að deyja. Eiríkur En hingað kem jeg næsta aftan til þín, þá mun hver stund sem styzta augnablik í stærstu sælu líða fram hjá okkur, þá mun hún Nótt með svölum sumarvind sælu okkar breiða yfir hraunið. Guðrún O, farðu vel! Jeg heyri að þeir koma. (Fer).
|