|
 |
Innihald Náttglöpin. Ljóð eftir Bjarna Bernharð.
Bleiki folinn
>Ölið sem syndir
í svörtum augum hans
minnir mig á glaseygan fola
sem ég sá í æsku.
Og
gleðin
hvað markar hún?
Hann málar
hönd sína rauða
ég mína hvíta
við tökumst í hendur
og út kemur bleikur.
Þannig var folinn forðum.
|
Um bókina Reykjavík. Deus, 2003.
|
 |
|
 |
|
 |
|