Innihald Sjö skip og sín ögnin af hverju. Sigurður Haralz segir af ferðum sínum. Sigurður segir hér frá sjö stórferðalögum á sjó til heimsálfanna fimm. Hann kemur við í Kína og kynnist þar "ríkisjárkarlinum", í Indó-Kína lendir hann í ævintýrum með norksum skipstjóra, í estur-Indíum kemst hann í tæri við hinar fegurstu meyjar, hann siglir með ströndum Afríku og gerist bjargvættur tveggja heiðurskvenna, í Leningrad ráðast lögreglumenn um borð í skip hans, í London eignast hann sína "Lady", í París gerist hann gjardkeri í þriggja manna hópi, hann lendir í dýrlegum fagnaði í Amsterdam, og dvelur í góðu yfirlæti í Kaupmannahöfn og vestur á Snæfellsnesi. (Káputexti).
|