|
 |
Innihald Sólin dansar í baðvatninu. Ljóð eftir Gunnhildi Sigurjónsdóttir.
Fugl óttans
flögrar í brjósti mínu
þráir frið
Í amstri dagsins
hefur hann hægt um sig
felur sig í sálarfylgsni
Í kyrrð næturinnar
berst hann um
lemur vængjunum
Litli fugl
bara ég gæti frelsað þig
|
Um bókina Reykjavík : Andblær, 1995.
|
 |
|
 |
|
 |
|