Innihald Danskurinn í Bæ. Adam Hoffritz segir frá. Guðmundur G. Hagalín skráði. Maður heitir Adam Hoffritz, danskur að kyni og þýzkur í fram ættir. Hann ólst upp í Lyngby við Kaupmannahöfn, sem nú er kjördæmi Per Hækkerup, en barst til Íslands rösklega tvítugur, gerðist vinnumaður hjá Degi heitnum Brynjúlfssyni í Gaulverjabæ, stundaði sjómennsku úr Baugstaðasandi og settist svo að á Selfossi, giftist ágætri konu frá Stokkseyri og hefur lagt á margt gjörva hönd um ævina. Adam hefur átt hér heima fjóra áratugi og jafnan verið svo heppinn að dveljast á Suðurlandi, ef undan eru skildar kynnisferðir í önnur héruð og veiðar. Hann er garpur að afli og áræði, hamhleypa til verka, þúsund þjalasmiður, gengur berhöfðaður í öllum veðrum og setur aldrei upp vettlinga. Hann blandar dönsku óspart saman við íslenzku í tali, enda fljóthugi, en er flestum hressari í máli, fyndinn, skömmóttur og ýkinn. Adam þessu mun í hópi vinsælustu samtíðarmanna og hann er harla athyglisverður og minnisstæður. Hann fremur kappsamlega laxadráp í tómstundum og hefur farið þeirra erinda allt norður í Laxá í Aðaldal, og eru þó hæg heimatökin í Árnesþingi. Má að því marka veiðifíkn mannsinns. (Alþýðublaðið 16. desember 1966.)
|