Innihald Komið af fjöllum. Ljóð eftir Sigríð Beinteinsdóttir, Hávarsstöðum. Í Grafardal, sem liggur austur af Svínadal í Borgarfirði, stóð samnefndur bær, sem nú er í eyði. Þar bjuggu hjónin Helga Pétursdóttir og Beinteinn Einarsson. Börn þeirra urðu átta. Það vakti snemma athygli að þau hneigðust öll til ljóðagerðar. Ljóðlist var í hávegum höfð á heimilinu. Fjögur þessara systkina, Pétur, Halldóra, Einar og Sveinbjörn hafa látið frá sér fara ljóðabækur og önnur ritverk. Nú bætist í hópinn Sigríður, húsfreyja á Hávarsstöðum í Leirársveit. Hún er kunn fyrir fleygar stökur í vinahópi og ljóð eftir hana hafa birst í blöðum og tímaritum. (Káputexti).
|