Innihald Tæmdur bikar. Skáldsaga eftir Jökul Jakobsson. Fyrsta skálsaga Jökuls Jakobssonar.
Athyglisverð skáldsaga 17 ára pilts.
Þeir eru ekki margir, sem gef
ið hafa út skáldsögu eftir sig
17 ára gamlir, ég minnist ekki
annarra en Kiljans og Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar í bili, utan Jökuls Jakobssonar, sem nú
sendir frá sér fyrstu bók sína,
Tæmdur bikar, 17 ára gamall.
Þeir, sem lesið hafa skáldsögu
Jökuls og skyn bera á, ljúka upp
einum munni um það, að hér sé
óumdeilanlega athyglisverður og
efnilegur höfuudur á ferð, að
svo miklu leyti, sem hægt er að
kveða upp slíkan úrskurð um
svo barnungan mann.
Jökull Jakobsson er sonur sr.
Jakobs Jónssonar, sem er löngu
kunnur rithöfundur fyrir leikrit
sín og önnur rit. Jökull stundar
nám í 5. bekk menntaskólans
og byrjaði ekki að skrifa smásögur eða lengri sögur fyrr en
nú fyrir einu eða tveimur árum. Fyrsta verk hans birtist í
tímaritinu Öldin í maí í vor. Var það smásaga og nefndist
Gluggin, athyglisverð frumsmíð og vel gerð. í sumar skrifaði hann svo skáldsöguna Tæmdur bikar á tveimur mánuðum.
Er þar rakin saga pilts, sem
strýkur úr sveit og til Reykjavíkur og er síðan fylgzt með
því, hvernig honum reiðir þar
af. (Tíminn. 19.12.1951).
|