Innihald Umrenningar. Skáldsaga eftir Knut Hamsun. Stefán Bjarman íslenzkaði. Umrenningar, eða Landstrykere eins og sagan heitir á norsku, kom fyrst út árið 1927 og tákanaði í raun þáttaskil á rithöfundarævi skáldsins. Með henni var Hamsun laus orðinn úr þeirri sjálfheldu, sem hafði þjakað hann um skeið, og þar með hófst það tímabil í lífi hans, sem var ekki aðeins frjósamast í skáldlegu tilliti, heldur jafnframt hamingjuríkast. Og þess hvors tveggja bera Umrenningar mjög auðsætt vitni. Óvíða er snilld hins furðulega töframanns jafnfersk og lifandi, og meðal þess flökkulýðs, sem Hamsun lýsir þar af elskulegri innlifun og frásagnargleði, má finna heilt litróf af sindrandi persónugerðum, sem hver um sig verður lesandanum með öllu ógleymanleg. (Káputexti).
|