Innihald Maðurinn sem breytti um andlit. Skáldsaga eftir Marcel Ayné. Karl Ísfeld íslenzkaði. Hvað myndir þú
gera, ef það kæmi í ljós einn góðan veðurdag, að þú hefðir eignast nýtt andlit, svo
að jafnvel þínir nánustu þekktu þig ekki? Þetta er það, sem kom fyrir aðalsögu-
hetjuna í Maðurinn, sem breytti um andlit, kaupsýslumann einn í París. Og
vissulega leiddi af því marga undarlega hluti. Hver atburðurinn rekur annan.
Hann fer jafnvel á fjörurnar við konu sína og kemst að raun um það, að hún er
ekki eins sterk á svellinu og hann hafði haldið. — Það mun engum leiðast, meðan
hann les þessa snjöllu og óvenjulegu sögu. Og þótt einhverjum kunni að finnast
þetta reyfaralegt efni, þá er hitt víst, að það er enginn reyfarabragur á efnis-
meðferðinni, enda er nafn höfundarins næg trygging fyrir því. Maðurinn, sem
breytti um andlit er bók, sem gerir hvort tveggja í senn: veitir góða skemmtun
og vekur til umhugsunar og íhygli.
|