Bókin
Minn aðgangur  |  Skoða körfu  |  Ganga frá pöntun   
  Ítarleit
  Forsíða » Vörulisti » Ljóð og rímur. » Ljóð eptir konur. »

Flokkar
Afmælisrit.
Áhugamál.
Áritaðar bækur. Bókmerki.
Barna- og unglingabækur.
Bækur um bækur og bókamenn.
Bændur og búalið.
Einnar bóka höfundar.
Fágætar bækur.
Ferðabækur. Um lönd og lýði.
Félags- og hugvísindi.
Gunnar Gunnarsson.
Goðafræði Grikkja og Rómverja.
Hagfræði - Viðskipti.
Halldór Kiljan Laxness.
Heilsa og lífsstíll.
Héraðssaga.
Íslandssaga.
Íslendingasögur.
Íslenzk og norræn fræði.
Íþróttir og leikir.
Jóhannes Sveinsson Kjarval.
Jólabækur Ísafoldar.
Kenslubækur - Skólamál.
Leikrit.
Listir og ljósmyndun.
Ljóð og rímur.
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins.
Lögfræði. Lög og regla.
Matur og drykkur.
Málfræði. Málvísindi - Orðabækur
Náttúrufræði - Landafræði.
Riddarasögur.
Ritgerðir, ræður og bréf.
Ótrúlega litlar bækur.
Sagnfræði. Saga lands og heims.
Skáldverk eftir íslenzka höfunda
Skáldverk, þýdd.
Sérprent úr Bókum, Blöðum og Tím
Skuggi.
Stjórnmál og stjórnsýsla.
Tímarit - Dagblöð.
Tónlist - Hljómplötur - Nótur.
Trúmál og andleg málefni.
Teiknimyndasögur.
Vesturheims prent.
Vísindi og tækni.
Þjóðhættir-Þjóðlegur fróðleikur.
Þjóðsögur og ævintýri.
Þórbergur Þórðarson
Ættfræði - Stéttatal.
Ævisögur og endurminningar.
Bækur á Ensku.
Bækur á ýmsum tungumálum.
Ýmislegt skrítið og skemmtilegt
Gjafabréf Bókarinnar.
Nýtt! meira
Hin æðri gildi # 79812
Hin æðri gildi # 79812
2.900 kr.
Upplýsingar
Sendingarmáti
Persónuupplýsingar
Um okkur
Hafðu samband

Ný ljóð # 62826   [Óbundin]
Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum

Ný ljóð # 62826
Verð: 2.900 kr.
  
Afgreiðslutími: 1-3 dagar, að jafnaði.
Tungumál: Íslenska
Ástand: Gott eintak.
Vörunúmer: #62826
   



Innihald
Ný ljóð eftir Guðfinnu Jónsdóttir frá Hömrum.

Guðfinna Jónsdóttir var fædd árið 1899 að Arnarvatni í Mývatnssveit. Þegar hún var sjö ára flutti hún ásamt fjölskyldu sinni að Hömrum í Reykjadal, bæinn sem hún kenndi sig við eftir að hún tók að birta ljóð sín. Fyrstu kvæði hennar sem vöktu athygli komu út í safnritinu Þingeysk ljóð árið 1940. Árið eftir kom fyrsta ljóðabók hennar út en árið 1945 sendi hún frá sér aðra ljóðabók. Þessar bækur voru Ljóð sem kom út 1941 en sú seinni hlaut heitið Ný ljóð. Ári eftir útkomu seinni bókarinnar, eða 1946, lést Guðfinna á Kristneshæli af völdum tæringar. Úrval ljóða skáldkonunnar frá Hömrum kom út 1972 og heitir Ljóðabók. Kristján Karlsson valdi ljóðin í þessa útgáfu og skrifaði inngang að henni.
Guðfinna var komin yfir fertugt þegar hún tók að birta ljóð sín. Framan af ævi hafði önnur listgrein átt hug hennar allan en það var tónlistin. Guðfinna lærði snemma á orgel og var m.a. í læri hjá Sigfúsi Einarssyni og Páli Ísólfssyni. Hún var talin einn fremsti orgelleikari landsins og kenndi söng og orgelleik bæði á Laugum og á Húsavík um skeið.
Guðfinna missti báðar systur sínar úr berklum og glímdi sjálf við þann sjúkdóm stóran hluta ævi sinnar. Þegar heilsan hindraði það að hún gæti setið við orgelið og sinnt því sem stóð huga hennar næst sneri hún sér að ljóðlistinni og lagði í hana alla sína krafta og vitsmuni. Eitt megineinkenni ljóða hennar er næm tilfinning fyrir hljómfalli. Tregatónninn leikur þar víða undir en þó lýsa kvæði hennar af æðruleysi gagnvart dauðanum og bjartsýnni trú á að hún muni ná að uppfylla drauma sína á öðrum stað.
Flest kvæði Guðfinnu voru ort eftir nýrómantískri hefð en sum eru þó greinilega af raunsæislegum toga. Algengustu yrkisefni hennar eru nánasta umhverfi hennar heima á Hömrum en náttúrumyndirnar notar hún gjarnan til að koma einhverjum djúpstæðari boðskap á framfæri en fegurð náttúrunnar. Skáldagyðja Guðfinnu er greinilega staðsett í náttúrunni og þangað leitar hún andagiftar og svara í sambandi við æðri rök lífsins. Eftir því sem líður á hinn stutta skáldaferil hennar verða brostnar vonir og togstreitan á milli skyldu og langana æ fyrirferðarmeira viðfangsefni í kvæðum hennar.
Í kvæðum Guðfinnu af raunsæislegum toga yrkir hún gjarnan um þá sem minna mega sín. Þessi kvæði hennar teljast tæplega pólitísk en samúðin með þeim sem hafa orðið undir í lífinu er greinileg svo og réttlætiskennd skáldkonunnar.
(http://is.wikipedia.org)



Um bókina
Reykjavík. Helgafell, 1945.

Umsagnir

Tilkynningar meira
Látið mig vita um breytingar á: Ný ljóð # 62826
Segðu vini frá
 
Segðu einhverjum frá þessari vöru.
Umsagnir meira
Skrifa umsögn
Tungumál
Icelandic English
 

Bókin © bokin@simnet.is

osCommerce