Innihald Hótel Kalifornía. Skáldsaga eftir Stefán Mána.
Mig langađi, og hafđi langađ síđan ég var tólf eđa ţrettán ára gamall, ađ fara í Iđnskólann og lćra rafvirkjun, og sótti ţess vegna ţar um inngöngu, en mamma og pabbi sögđu ađ međ mínar einkunnir, átta í tungumálum og níu í raungreinum, kćmist ég auđveldlega inn í hvađa skóla sem vćri, og fengu mig síđan til ţess ađ sćkja líka um í Menntaskólanum í Reykjavík, bara til ţess ađ vita hvort ég kćmist inn, eins og ţau orđuđu ţađ, en ţegar báđir ţessir skólar samţykktu umsókn mína töldu ţau fráleitt ađ hafna hinum rótgróna og virta menntaskóla, flaggskipi hins íslenska menntakerfis, eins og rektorinn komst ađ orđi í setningarrćđunni.
Fyrstu dagarnir og vikurnar í höfuđborginni voru auđvitađ dálítiđ spennandi og tíminn var fljótur ađ líđa, ég var ókunnugur mađur í ókunnugu umhverfi, allt var nýtt og margt ókannađ, ég var landkönnuđur og ćvintýramađur og ţrćddi götur og gangstíga alla daga ađ lokinni kennslu og langt fram á kvöld, gćgđist á búđarglugga, fór í bíó og sá međal annars Dirty Harry - Magnum Force, Enter The Dragon međ Bruce Lee og Emmanuelle 2 međ Sylviu Kristel, lauk síđan viđ heimaverkefnin og fór seint ađ sofa og snemma á fćtur, fór á kaffihús um helgar, bćđi á Hressó og Mokka, drakk kaffi og stundum te, las blöđin og glápti út um gluggann, saug upp í nefiđ, keypti mér pylsu hér og pylsu ţar og sćlgćti alls stađar, settist á bekki međ gosdrykk í hönd, teygđi úr fótunum og fylgdist gaumgćfilega međ öllu sem fyrir augu bar og hlustađi af athygli á allt sem ég heyrđi.
|