Innihald Blánótt. Ljóð Listahátíðar 1996. Bókin geymir úrval úr 525 ljóðum sem bárust ljóðasamkeppni Listahátíðar 1996, auk verðlaunaljóðanna þriggja.
Bókin ber nafn ljóðs Gunnars Harðarsonar, en hann vann fyrstu verðlaunin i ljóðasamkeppninni. Önnur verðlaun hlaut Þórður Helgason og Ragnar Ingi Aðalsteinsson hlaut þriðju verðlaun, en alls eiga 46 skáld ljóð í bókinni. Dómnefnd, sem Kristján Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir skipuðu, segir í aðfaraorðum sínum meðal annars: "Eins og sést á úrvalinu var fjallað um flest efni sem sótt hafa að skáldum: ástir, dauða, samband manns og náttúru, samband manns og manns; hér eru ljóð sem vísa í íslenskar fornsögur og aðrar klassískar bókmenntir og sögu, og önnur sem vísa beint í kjör nútímamannsins. Þau eru hjartnæm eða fyndin, myrk eða ljós; flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi".
|