Innihald Villiflug. Ljóð eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Í Lögbergi 20.nóvember 1947 birtist ritdómur um Villiflug Þórodds frá Sandi. Þar segir m.a. "Þóroddur, þótt Þingeyingur sé, og
ræktarsamur við heimahaga, hefir tekið sérstöku ástfóstri við Austurland, en
þar hefir hann dvalið við kenslu, og
þangað hefir hann sótt sum langfegurstu yrkisefni sín, eins og kvæðin
Austurland og Dyrfjöll bera svo glögg
merki um; annars eru yrkisefni hans
harla fjölbreytt; fagurlega yrkir hann
um móður sína og föður sinn látinn; þá
andar og frá kvæðinu Núpasveit, fögrum, ljóðrænum blæ, en síðasta vísan
er á þessa leið:
"Þegar moldin andar ilmi
áfengum úr hverjum reit,
í Öxarfjarðar undralöndum
er þá hlýrra en margur veit.
Öðrum stöðum fríðum fegri
finst mér litla Núpasveit"
|