Innihald Vísindabókin. Íslensk þýðing Ari Trausti Guðmundsson.
Vísindabókin er aðgengilegt og ríkulega myndskreytt rit um sögu vísindanna. Hér er greint frá 250 merkum vísindaafrekum frá upphafi vega til dagsins í dag í máli og myndum. Þannig fæst einstæð og yfirgripsmikil sýn á það hvernig skilningur mannsins á umhverfi sínu hefur þróast í tímans rás. Bókin varpar ljósi á það að vísindaleg hugsun hefur ekki aðeins gjörbreytt hversdagslífi okkar, heldur líka skynbragði okkar á það hver við erum og hvernig heimurinn er. Fjallar er um merkileg framfaraspor í líffræði, eðlisfræði, stjörnufræði, heimsfræði, jarðfræði, læknisfræði og stærðfræði og er gerð grein fyrir hverjum atburði, uppgötvun eða uppfinningu á einni opnu með ljósum og liprum texta og lýsandi myndverki. (Bókatíðindi 2004).
|