Innihald Forhertur syndari. Spennusaga eftir Tom Tullett. Þetta er sagan af Ronald Chesney, alþjóða smyglara og morðingja. Starfsvið hans náði frá Bretlandi yfir Evrópu til Tangier, Alsír og nálægra Austurlanda. Höfundur bókarinnar var fyrstur á vettvang í Ealind, þegar uppvíst var um Chensey morðin, og hann rakti slóð Chesneys beint yfir Evrópu og til Tangier og Casablanca. Hann hitti félaga Chesneys og vinkonur þeirra. Hann talaði við leynilögreglumenn, sem árum saman höfðu reynt að klófesta Chesney, og öðlaðist vitneskju sem hingað til hafði verið ókunn.
|