Innihald Saman eru í lúnu bandi þessi rit. * Um uppeldi barna og unglinga. Eptir Herbert Spencer. Íslenzkað og útgefið að tilhlutun Hins íslenzka þjóðvinafjelags. Reykjavík. Ísafoldarprentsmiðja, 1884. * Endurlauzn Zíons barna í líkprjedíkun framsett út af Esaiæ spádómsbókar cap. 35, v. 10. yfir þá veleðla, guðhræddu og dyggðaríku höfðings-matrónu húsfrú Guðríði Gísladóttur, þess veleðla, velæruverðuga og hálærða herra biskups sál. mag. Þórðar Thorlákssonar eptirlátun ektahúsfrúar, hverrar sál nú í guðsríki eilífum sigri hrósar; og fram flutt að Skálholti, þegar hennar framliðni líkami var í hennar síðasta svefnherbergi innlagður, í dómkirkjunni sama staðar, með mjög heiðarlegri og ríkmannlegri líkfylgd, og í nálægð margra göfugra og virðulegra manna, þann 2. dag maii 1707 af Mag. Jóni Þorkelssyni Vídalín biskupi Skálholtsstiptis. Jón B. Straumfjörð ritar formála. Reykjavík. Ísafoldarprentsmiðja,1884. * Lúters minning. Fjórum öldum eftir fæðing hans. Höfundur Helgi Hálfdánarson. Reykjavík. Í prentsmiðju SIgm. Guðmundssonar, 1883. Förin til tunglsins. Fyrirlestur eptir Sophus Tromholt. E. F. hefir íslenzkað. Þessi fyrirlestur er íslenzkaður úr tímaritinu Folkevennen, ny Række, IV. Bind, 1880, og var haldinn í Björgvin 1879, en er að efni til samhljóða fyrirlestri þeim, er höf. flutti í Reykjavík 22. janúar 1884. Reykjavík. Baldvin M. Stefánsson, 1884. * Um merki Íslands. Fyrirlestur eptir Valtý Guðmundsson. Reykjavík. Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar, 1885. * Um harðindi eptir Sæmund Eyjúlfsson. Reykjavík. Sigurður Kristjánsson, 1886. Þetta eru allt ágæt og allgóð eintök, nema að titilblaðið vantar á Harðindi Sæmundar Eyjúlfssonar. Bókin hefur verið skráð í Lestrarfjelag Thingvalla en líka í Lestarfjelag Litla-Parks.
|