Innihald Upphérað og öræfin suður af. Eftir Hjörleif Guttormsson. Árbók FÍ 2013 fjallar um Norðausturland; Vopnafjörð, Strönd, Langanes, Þistilfjörð, Sléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll. Þetta er fjölbreytt og áhugavert svæði sem að flatarmáli þekur um 7% af Íslandi. Bókin fjallar um náttúrufar, sögu og möguleika til útivistar og er í senn fræðandi sem og hvatning til lesandans að kynna sér svæðið af eigin raun.
Hjörleifur Guttormsson er náttúrufræðingur og tekst á einstakan hátt að leiða lesandann um landið og flétta saman sögunni ásamt lýsingu á náttúrufari. Fallegar ljósmyndir skreyta bókina sem höfundur tók sjálfur sérstaklega fyrir útgáfuna. Auk þess eru nákvæm kort af svæðunum sem fjallað er um, teiknuð af Guðmundi Ó. Ingvarssyni að forskrift höfundar.
|