Minn aðgangur
|
Skoða körfu
|
Ganga frá pöntun
Ítarleit
Forsíða
»
Vörulisti
»
Ljóð og rímur.
»
Þýdd ljóð.
»
Flokkar
Afmælisrit.
Áhugamál.
Áritaðar bækur. Bókmerki.
Barna- og unglingabækur.
Bækur um bækur og bókamenn.
Bændur og búalið.
Einnar bóka höfundar.
Fágætar bækur.
Ferðabækur. Um lönd og lýði.
Félags- og hugvísindi.
Gunnar Gunnarsson.
Goðafræði Grikkja og Rómverja.
Hagfræði - Viðskipti.
Halldór Kiljan Laxness.
Heilsa og lífsstíll.
Héraðssaga.
Íslandssaga.
Íslendingasögur.
Íslenzk og norræn fræði.
Íþróttir og leikir.
Jóhannes Sveinsson Kjarval.
Jólabækur Ísafoldar.
Kenslubækur - Skólamál.
Leikrit.
Listir og ljósmyndun.
Ljóð og rímur.
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins.
Lögfræði. Lög og regla.
Matur og drykkur.
Málfræði. Málvísindi - Orðabækur
Náttúrufræði - Landafræði.
Riddarasögur.
Ritgerðir, ræður og bréf.
Ótrúlega litlar bækur.
Sagnfræði. Saga lands og heims.
Skáldverk eftir íslenzka höfunda
Skáldverk, þýdd.
Sérprent úr Bókum, Blöðum og Tím
Skuggi.
Stjórnmál og stjórnsýsla.
Tímarit - Dagblöð.
Tónlist - Hljómplötur - Nótur.
Trúmál og andleg málefni.
Teiknimyndasögur.
Vesturheims prent.
Vísindi og tækni.
Þjóðhættir-Þjóðlegur fróðleikur.
Þjóðsögur og ævintýri.
Þórbergur Þórðarson
Ættfræði - Stéttatal.
Ævisögur og endurminningar.
Bækur á Ensku.
Bækur á ýmsum tungumálum.
Ýmislegt skrítið og skemmtilegt
Gjafabréf Bókarinnar.
Nýtt!
Tvífarinn # 83186
3.900 kr.
Upplýsingar
Sendingarmáti
Persónuupplýsingar
Um okkur
Hafðu samband
Eneasarkviða # 83194
[Forlagsband, kápa]
Virgill
Verð:
9.500 kr.
Afgreiðslutími:
1-3 dagar, að jafnaði.
Tungumál:
Íslenska
Ástand:
Gott eintak.
Vörunúmer:
#83194
Innihald
Eneasarkviða. Söguljóð eftir Publius Vergilius Maro. Haukur Hannesson þýddi.
Eneasarkviða (á latínu Aeneis) er latneskur kvæðabálkur í 12 bókum eftir rómverska skáldið Virgil (Publius Vergilius Maro) samið á s.hl. 1. aldar f.Kr. (milli 29 og 19 f.Kr.) og segir frá sögunni um Eneas, Trójukappa, sem flúði Tróju við fall hennar og endaði uppi á Ítalíu, þar sem niðjar hans stofnuðu Róm. Kvæðið er samið undir hetjulagi eða sexliðahætti og er rétt tæplega 9.900 ljóðlínur.
Eneasarkviða er eitt fárra verka á latínu sem nær allir latínunemar hafa þurft að lesa, ásamt verkum Júlíusar Caesars, Cícerós, Óvidíusar og Catullusar. Þessa stöðu innan námsefnis í latínu og klassískum fræðum náði Eneasrakviða raunar stuttu eftir andlát Virgils. Afleiðing þessa er m.a. sú að ýmis orðatiltæki úr kvæðinu hafa alkunna á latínu, rétt eins og línur úr verkum Shakespeares hafa unnið sér sess í ensku og á sama hátt eru ýmis orðatiltæki á íslensku komin úr Hávamálum og Íslendingasögunum. Til dæmis mætti nefna fræga línu úr 2. bók þar sem presturinn Laocoon varar Tróverja við að taka við trójuhestinum: Quiduid id est, timeo Danaos et dona ferentis — „Hvað svo sem það er, þá óttast ég Grikki, einnig þegar þeir færa gjafir“
Kvæðið var samið á miklum umbrotatímum í Róm, jafnt félagslegum sem í stjórnmálum. Rómverska lýðveldið var de facto fallið, enda þótt það væri enn til í orði kveðnu; borgarastríð hafði leikið rómverskt samfélag illa og eftir að heil kynslóð hafði liðið, þar sem sundrung hafði ríkt, gróf skyndilegur friðartími og velmegun undan hefðbundnum félagslegum hlutverkum og menningarlegum stöðlum. Ágústus, sem frá 27 f.Kr. var fyrsti keisari Rómaveldis, reyndi að vinna gegn þessu með því að ýta undir hefðbundnar hugmyndir um rómverskt siðgæði og Eneasarkviða er talin endurspegla þá viðleitni. Eneas kemur fyrir sem dyggur maður, trúr og tryggur, sem tekur hollustu sína við land sitt og örlög ætíð fram yfir eigin ágóða.
Eneasarkviða reynir auk þess að renna stoðum undir völd Júlíusar Caesars (og þar með einnig völd kjörsonar hans, Ágústusar og erfingja hans). Sonur Eneasar, Ascanius, er nefndur Ilus (skylt Ilíon, sem er annað á Tróju), er endurnefndur Júlus og Virgill gerir hann að forföður júlíönsku ættarinnar, ættar Júlíusar Caesars. Þegar Eneas heimsækir undirheima fær hann að heyra spádóm um mikilleika niðja sinna. Enn fremur fær Vulcanus honum vopn og herklæði, þ.á m. skjöld, sem á eru myndir sem sýna framtíð Rómar, þar sem lögð er áhersla á keisara Rómar, m.a. Ágústus.
Einnig mætti minnast á samband Tróverja og Grikkja í Enesarkviðu. Samkvæmt Eneasarkviðu voru Tróverjar forfeður Rómverja og óvinir þeirra voru hersveitir Grikkja, sem sátu um Tróju, tóku borgina og rændu hana og rupluðu en þegar Eneasarkviða var samin var Grikkland hluti af Rómaveldi og Grikkir nutu nokkurrar virðingar, þar sem þeir voru taldir siðmenntuð þjóð. Virðingu Rómar eru þó bjargað af því að í goðsögninni um Trójustríðið gátu Grikkir einungis sigrað Tróverja með vélbrögðum, trójuhestinum, en ekki í opnum bardaga.
Eneasarkviða er fágað og flókið kvæði; sagan segir að Virgill hafi einungis samið þrjár línur á dag.
Virgill tók Hómverskviður sér til fyrirmyndar. Eneasarkviða, sem er nokkurn veginn sömu lengdar og Ódysseifskviða Hómers, er ókláruð: allnokkrar línur eru einungis hálf-samdar og síðari hluta línunnar vantar. Aftur á móti er ekki óalgengt að í epískum keðskap séu ókláraðar, undeildar eða illa varðveittar línur, og af því að Eneasarkviða var samin og varðveitt í rituðu formi (ólíkt t.d. Hómverskviðum, sem voru munnlegur kveðskapur) er Eneasarkviða heilla verk en flest epísk kvæði. Enn fremur er umdeilt hvort Virgill ætlaði slíkum línum að vera kláraðar. Sumar væri erfitt að klára og í sumum tilfellum eykur stuttleiki línunnar á dramatískan endi málsgreinar.
Þegar Virgill lést lét hann eftir sig fyrirmæli um að Eneasarkviða skyldi brennd vegna þess að verkið væri óklárað. Virgill hafði einnig orðið ósáttur við hluta söguþráðarins í 8.bók þar sem Venus og Vulcanus liggja saman sem hjón og ætlaði sér að breyta söguþræðinum svo að hann hæfði betur rómversku siðgæði. Af þessum sökum einnig óskaði hann þess að kvæðið yrði brennt að honum látnum. Ágústus fyrirskipaði hins vegar að óskir skáldsins yrðu hafðar að engu og eftir örlitlar breytingar var Eneasarkviða gefin út.
Á 15. öld voru gerðar tvær tilraunir til þess að semja viðauka við Eneasarkviðu. Aðra tilraunina gerði Pier Candido Decembrio (en viðauki hans var aldrei kláraður) en hina gerði Maffeo Vegio og var viðauki hans oft hafður með í prentuðum útgáfum af Eneasarkviðu á 15. og 16. öld sem Supplementum.
Eneasarkviða segir frá kappanum Eneasi sem kemst undan þegar Grikkir leggja Trójuborg í rúst og er förinni, samkvæmt æðra valdi, heitið til Ítalíu að stofna borg og ættir Latverja. Örlögin hafa ætlað honum að stofna þar voldugt ríki. Á milli falls Tróju og komuna til Ítalíu lendir Eneas í ýmsum ævintýrum, á t.d. í stuttu ástarsambandi við drottninguna Dídó, stofnar borg (Akestu) og fer til undirheima ásamt völvunni Síbyllu á fund hinna látnu og sér framtíð þess lands sem hann á eftir að stofna.
Um bókina
Reykjavík. Mál og menning, 1999.
Tilkynningar
Látið mig vita um breytingar á:
Eneasarkviða # 83194
Segðu vini frá
Segðu einhverjum frá þessari vöru.
Umsagnir
Skrifa umsögn
Tungumál
15/01/2025
Bókin
©
bokin@simnet.is