Bókin
Minn aðgangur  |  Skoða körfu  |  Ganga frá pöntun   
  Ítarleit
  Forsíða » Vörulisti » Ferðabækur. Um lönd og lýði. » Á ferð um Ísland. » Árbækur Ferðafélags Íslands »

Flokkar
Afmælisrit.
Áhugamál.
Áritaðar bækur. Bókmerki.
Barna- og unglingabækur.
Bækur um bækur og bókamenn.
Bændur og búalið.
Einnar bóka höfundar.
Fágætar bækur.
Ferðabækur. Um lönd og lýði.
Félags- og hugvísindi.
Gunnar Gunnarsson.
Goðafræði Grikkja og Rómverja.
Hagfræði - Viðskipti.
Halldór Kiljan Laxness.
Heilsa og lífsstíll.
Héraðssaga.
Íslandssaga.
Íslendingasögur.
Íslenzk og norræn fræði.
Íþróttir og leikir.
Jóhannes Sveinsson Kjarval.
Jólabækur Ísafoldar.
Kenslubækur - Skólamál.
Leikrit.
Listir og ljósmyndun.
Ljóð og rímur.
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins.
Lögfræði. Lög og regla.
Matur og drykkur.
Málfræði. Málvísindi - Orðabækur
Náttúrufræði - Landafræði.
Riddarasögur.
Ritgerðir, ræður og bréf.
Ótrúlega litlar bækur.
Sagnfræði. Saga lands og heims.
Skáldverk eftir íslenzka höfunda
Skáldverk, þýdd.
Sérprent úr Bókum, Blöðum og Tím
Skuggi.
Stjórnmál og stjórnsýsla.
Tímarit - Dagblöð.
Tónlist - Hljómplötur - Nótur.
Trúmál og andleg málefni.
Teiknimyndasögur.
Vesturheims prent.
Vísindi og tækni.
Þjóðhættir-Þjóðlegur fróðleikur.
Þjóðsögur og ævintýri.
Þórbergur Þórðarson
Ættfræði - Stéttatal.
Ævisögur og endurminningar.
Bækur á Ensku.
Bækur á ýmsum tungumálum.
Ýmislegt skrítið og skemmtilegt
Gjafabréf Bókarinnar.
Nýtt! meira
Á slóðum Vilhjálms # 85420
Á slóðum Vilhjálms # 85420
2.900 kr.
Upplýsingar
Sendingarmáti
Persónuupplýsingar
Um okkur
Hafðu samband

Laugavegurinn og fimmvörðuháls # 85375   [Forlagsband]
Ólafur Örn Haraldsson

Laugavegurinn og fimmvörðuháls # 85375
Verð: 4.900 kr.
  
Afgreiðslutími: 1-3 dagar, að jafnaði.
Tungumál: Íslenska
Ástand: Gott eintak.
Vörunúmer: #85375
   



Innihald
Laugavegurinn og fimmvörðuháls. Eftir Ólaf Örn Haraldsson.
Lauga­veg­ur­inn og nærsvæði hans ásamt Fimm­vörðuhálsi hafa verið helstu starfs­svæði Ferðafé­lags Íslands í hart nær hálfa öld. Fé­lagið hef­ur viljað greiða götu ferðamanna um svæðið þannig að þeir geti kynnst þessu fjöl­breytta og fagra landsvæði og notið göngu­ferðar og góðs aðbúnaðar. Vin­sæld­ir göngu­leiðar­inn­ar hafa vaxið ár frá ári og hef­ur fé­lagið mætt því með upp­bygg­ingu á aðstöðu og þjón­ustu.
Á þessu svæði á Ferðafé­lagið sælu­hús á átta stöðum, í Land­manna­laug­um, við Hrafntinnu­sker, Álfta­vatn, Hvann­gil, Emstr­ur, í Langa­dal og Húsa­dal í Þórs­mörk og á Fimm­vörðuhálsi. Fé­lagið hef­ur unnið að end­ur­bót­um á göngu­leiðinni bæði á stíg­um og mann­virkj­um, gefið út fræðslu­efni og veitt marg­vís­legri þjón­ustu. Enn frem­ur hef­ur fé­lagið skipu­lagt fjölda ferða um svæðið á eig­in veg­um og greitt götu annarra sem þar vilja starfa. Það var því komið að því að Ferðafé­lagið gæfi út ár­bók um svæðið en áður hafa verið skrifaðar ár­bæk­ur um af­markaða hluta þess og voru þær gefn­ar út árin 1960, 1972, 1976 og 2010. Með þess­ari ár­bók er ætl­un­in að þeir sem vilja fræðast um svæðið geti fundið slíkt efni í einni bók til viðbót­ar þeim fróðleik sem finna má í fyrri ár­bók­um. Síðust þeirra bóka var gef­in út árið 2010 og fjallaði um Friðlandið að Fjalla­baki.
Aug­ljós­lega er tölu­verður mun­ur á efnis­tök­um ár­bók­ar um óbyggðasvæði og svæði í byggð. Í óbyggð er saga mann­vist­ar ekki mik­il og fárra nafn­greindra manna er getið. Heim­ild­ir og sagn­ir eru fáorðar og ör­nefni til­tölu­lega fá í sam­an­b­urði við þétt set­in og gam­al­gró­in héruð. Flest hafa ör­nefn­in orðið til við fjár­leit­ir og að nokkru leyti vegna ferðalaga. Þetta á ekki síst við um stór­an hluta ár­bók­ar­svæðis­ins sem hér er fjallað um. Það var því leitað fanga hjá bænd­um og öðru þrautkunn­ugu fólki um sagn­ir og ör­nefni og fjall­kóng­ar af­rétt­anna leggja til lýs­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi í fjall­ferðum og smala­mennsku eins og þeim er nú háttað.
Árbók FÍ 2021 um Lauga­veg­inn lýs­ir göngu­leiðinni sjálfri og stóru svæði í ná­grenni Lauga­veg­ar­ins. Af­mark­ast það af Markarfljóti að vest­an og Mýr­dals­jökli að aust­an. Með þessu móti get­ur les­and­inn fundið ann­ars veg­ar til­tölu­lega ein­falda leiðsögn um Lauga­veg­inn og hins veg­ar ít­ar­legri fróðleik um ná­granna­svæði. Má segja að bók­in eigi að vera ferðabók og land­lýs­ing. Nátt­úruf­ar óbyggðanna er fjöl­breytt og stór­feng­legt. Áhersla er því lögð á að lýsa því og sér­fróðir nátt­úru­fræðing­ar Nátt­úru­fræðistofn­un­ar leggja þar til mik­inn fróðleik.



Um bókina
Reykjavík. Ferðafélag Íslands, 2021.

Umsagnir

Tilkynningar meira
Látið mig vita um breytingar á: Laugavegurinn og fimmvörðuháls # 85375
Segðu vini frá
 
Segðu einhverjum frá þessari vöru.
Umsagnir meira
Skrifa umsögn
Tungumál
Icelandic English
 

Bókin © bokin@simnet.is

osCommerce